„Trump erwähnt Island erneut – möglicherweise gerät er wieder in Verwirrung“

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2026-01-21-trump-segist-ekki-beita-vopnavaldi-a-graenlandi-464410

Von birkir

7 Kommentare

  1. > Trump nefndi Ísland í ræðu sinni
    >
    > Trump nefndi Ísland í ræðu sinni í Davos en óljóst er hvort hann hafi ruglast og ætlað að segja Grænland. Eftir að hafa farið yfir það hve miklu hann teldi Bandaríkin hafa áorkað í alþjóðamálum og hve margir hermenn Rússlands og Úkraínu hafi dáið sagði Trump að Bandaríkin væru að hjálpa NATO og Evrópu. „Þegar ég sagði þeim frá Íslandi um daginn þá elskuðu þeir mig. Þeir kölluðu mig pabba (e. daddy),“ sagði Trump og bætti við að mjög klár maður hafi kallað hann pabba.
    >
    > Óljóst er þó hvort hann hafi ætlað að segja Grænland því að fljótlega fór hann að tala um að Bandaríkin þyrftu „þennan ísklump“ sem geti gengt lykilhlutverki í öryggi heimsins.

    og 5 mínútum síðar:

    > Trump nefnir Ísland aftur – aftur mögulega að ruglast
    >
    > Trump nefndi Ísland aftur rétt í þessu í ræðu sinni á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Eftir að hafa rætt um það hve hjálpleg Bandaríkin hafi verið við Evrópuríki innan NATO og sagst vera óviss um hvort þau myndu gera það sama sagði hann að hlutabréfamarkaðir hafi hrunið í gær vegna Íslands. „Ísland hefur kostað okkur mikinn pening.“
    >
    > Leiða má líkum að því að Trump hafi ætlað að segja Grænland.

  2. Kæmi reyndar ekki á óvart ef Miðflokksliðið væri að kalla Trump „daddy“. Þessir „fullveldissinnar“ myndu svíkja þjóðina samstundis í skiptum fyrir yfirráð Bandaríkjanna.

  3. Þetta veit ekki á gott jafnvel þó þetta hafi verið einfaldur ruglingur. Þetta sýnir að við erum í hausnum á honum að einhverju leiti.

    Það mætti alveg flýta ESB kosningunum. Og stofna her sem fyrst líka.

  4. Hann hefur séð myndir og það er honum ofviða að Grænland er klakalandið og Ísland frekar grænt.

Leave A Reply