Unglaubliches Drama – die Ungarn haben für die Jungs einen großen Unterschied gemacht

https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2026-01-27-otruleg-dramatik-ungverjar-gerdu-strakunum-risagreida-465281

Von KristinnK

4 Kommentare

  1. Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að við misstum stig á móti Sviss sem eiginlega *hefði* átt að kosta okkur færið á undanúrslitunum. En Ungverjar hafa rétt okkur líflínu með því að knýja fram jafntefli á móti Svíum. Þar með eru Svíar jafnir okkur að stigum, og þar sem við unnum okkar innbyrðis viðureign erum við öruggir áfram ef við vinnum Slóveníu á morgun. Við erum því núna í nákvæmlega sömu stöðu og við værum í ef við hefðum ekki misstigið okkur á móti Sviss, og jafnteflið og stigið sem fékkst úr því ætlar að reynast okkur **mjög** mikilvægt.

    Ég vil svo bara segja að það er alveg ótrúlegt hvað það virðast nánast öll lið getað sigrað (eða gert jafntefli við) öll önnur á þessu móti. Enginn leikur er öruggur.

  2. Ég sem var alveg sannfærður um að þetta væri búið spil!

    Það væri SVO frábært að sjá Ísland spila um verðlaun aftur, maður er búinn að bíða LENGI eftir því.

  3. Midgardsormur on

    Ég mæli eindregið með því að lesa athugasemdir á samfélagsmiðlum og á r/handball. Hef aldrei séð jafn mikið af toxic athugasemdum! Svíar eiga sem sagt að hafa leyft okkur að taka þá í nefið á heimavelli samkvæmt ákveðinni Balkanskagaþjóð. Furðulegt lið.

Leave A Reply